Djörf og stílhrein hönnun 
Skerðu þig úr fjöldanum
Opel Mokka Electric ryður brautina fyrir framtíðarsýn Opel með stíhreinni samtímahönnun. Sérhver lína og sveigja er einkennandi og spennandi. Allt frá tignarlegum framenda, djörfu útliti og fáguðu innrarými er Mokka Electric farartæki sem sker sig úr fjöldanum með einstökum stíl.
 
Ánægjulegur íverustaður
Uppgötvaðu nútímalega þýska hönnun í innra rými Mokka Electric. Stílhreint yfirbragð og þýsk nákvæmni í hverju smáatriði sem færir akstursupplifunina upp á hærra plan. Pure Panel mælaborðið er með 12" skjá sem þú getur aðlagað að þínum þörfum. Hágæðaefnisval er í sætum og í innréttingum. 
 
Skarpar línur sem gleðja augað
Djarft og stílhreint útlit og skemmtileg karaktereinkenni Opel Mokka Electric eru áberandi frá öllum sjónarhornum. Skarpar línur og LED afturljósin skapa sterka ásýnd ásamt hinum einkennandi Vizor framenda. Stórar og smáar áherslur í útliti bílsins gleðja augað.
 
Einkennandi og smekklegur

Vizor framendinn er einkennisþáttur Opel Mokka Electric. Hann sameinar á smekklegan hátt ljós, skynjara, grill og merki bílsins í eina heild sem skapar sérlega skemmtilegt útlit á framhlið bílsins.

 

 
Endurspeglaðu þinn persónuleika
Opel Mokka Electric státar af einstakri hönnun. GS og Ultimate útgáfurnar koma með svörtu þaki og vali um að bæta við svörtu húddi. Skerðu þig úr fjöldanum með þínu vali. 
Ferðastu með stíl
Ferðastu með stíl á Opel Mokka Electric með glæsilegum, 17" eða 18" álfelgum. Þær eru ekki eingöngu augnakonfekt heldur eru einnig hannaðar til auka enn frekar frábæra aksturseiginleika og frammistöðu bílsins.