ALLT AÐ 424 KM DRÆGNI Á ÍSLENSKRI ORKU

Opel Movano Electric rafmagnssendibíll er framdrifinn með 110 kWh drifrafhlöðu og allt að 424 km drægni skv. WLTP mælingu.

 

 
7 ÁRA ÁBYRGÐ Á BÍL OG 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU 
Allir Opel bílar eru í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðenda. 
ÞRJÁR AKSTURSTILLINGAR

Opel Movano Electric er með þremur aksturstillingum; Eco, Normal og Power sem allar hafa áhrif á drægni. 

• Eco: tilvalin í innanbæjarakstri og þú nærð hámarksdrægni í þessari akstursstillingu. 

• Normal: þægileg fyrir daglega notkun.

• Power: tilvalin aksturstilling við flutning.

 
55 MÍNÚTUR Í 80% HLEÐSLU Í 150 kW HRAÐHLEÐSLUSTÖÐ
Opel Movano Electric er með 110 kWh drifrafhlöðu og 11 kW þriggja fasa, innbyggðri hleðslustýringu. Hægt er að hraðhlaða Movano Electric í 80% drægni á 55 mínútum í 150 kW hraðhleðslustöð.   
Kynntu þér ódýrari hraðhleðslu fyrir Opel eigendur
LÆGRI REKSTRARKOSTNAÐUR
Lækkaðu rekstrarkostnaðinn með því að skipta yfir í rafmagnsbíl með allt að 59% lægri aksturskostnaði á ársgrundvelli og minnkun í losun koltvísýrings í tonnum (tCO2íg) er 5,4 tonn á ári.