Drægni og áhrif ytri aðstæðna
Drægni rafbíla og tengiltvinn rafbíla á rafmagni er mikilvægur þáttur við val á rafbíl. Þar skiptir m.a. stærð drifrafhlöðu máli og nýtni rafvélarinnar en margir aðrir þættir skipta einnig máli. Drægni bíla sem seldir eru í Evrópu (á EES svæðinu) er reiknuð og gefinn upp skv. WLTP staðli og því er hægt að bera saman drægni mismunandi bíla m.v. sömu forsendur. Raunveruleg drægni fer síðan eftir mörgum ytri þáttum eins og hitastigi, vindi, ástandi vega, aksturslagi, o.s.frv. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og lestu ítarefni um drægni og áhrif ytri aðstæðna.
Drægni og áhrif ytri aðstæðna