Opel Combo-e 100% er hreinn rafmagnssendibíll með allt að 275 km drægni á hreinu rafmagni skv. WLTP mælingum. Hann hentar einstaklega vel fyrir einyrkja, lítil og stór fyrirtæki sem vilja lækka rekstrarkostnaðinn og draga úr koltvísýringslosun á einfaldan og ódýran hátt.
• Allt að 275 km drægni
• Hraðhleðsla (100kw) frá 20% til 80% hleðslu á u.þ.b. 30 mín
• Tvær lengdir; L1 og L2
• Rúmar auðveldlega tvö vörubretti
• 750 kg dráttargeta
• Fáanlegur með rennihurð á báðum hliðum
500.000 króna rafbílastyrkur frá Orkusjóði
Rafbílar fá rafbílastyrk frá Orkusjóði. Rafmagnssendibílar í ökutækjaflokknum N1 sem eru nýskráðir eftir 1. janúar 2024 fá greiddan 500.000 kr. rafbílastyrk ef kaupverð er undir 10 millj. kr. Að auki geta fyrirtæki í atvinnurekstri innskattað 24% virðisaukaskatt af kaupverðinu ásamt því að innskatta allan rekstrarkostnað sendibílsins ef bíllinn er á rauðum númerum.
Kynntu þér málið nánar hjá söluráðgjafa Opel á Íslandi.
Þýsk gæði með lengri ábyrgð
Þýsk gæði Opel sendibíla eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda.