Fara Beint Í Efni
Ábyrgð Opel bíla

Ábyrgð Opel bíla

7 ára ábyrgð á bíl og 8 ár á drifrafhlöðu

Ábyrgð nýrra bíla á Íslandi skv. íslenskum lögum er í megindráttum þannig að kaupandi hefur rétt til að bera fram kvörtun um galla í bíl í allt að tvö ár frá afhendingu bifreiðarinnar. Það er lögbundið að veita einstaklingum (neytendum) þennan rétt en lögaðilar (fyrirtæki) geta samið sig frá lögbundinni ábyrgð bíla. Geri þeir það ekki gildir lögbundni tveggja ára kvörtunarrétturinn.

 

7 ára ábyrgð og 8 ára drifrafhlöðuábyrgð

Brimborg býður nú alla nýja Opel bíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 7 ára ábyrgð eða að 100.000 km. hvort sem á undan kemur km fjöldi eða tími og 8 ára drifrafhlöðuábyrgð. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir bæði fólksbíla og atvinnubíla. Opel bílar sem ganga að öllu leiti (100% hreinir rafbílar) eða einhverju leiti fyrir rafmagni (tengiltvinn rafbílar) og eru þ.a.l. með drifrafhlöðu eru með 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu eða að 160.000 km, hvort sem á undan kemur tími eða km fjöldi. Ábyrgð drifrafhlöðunnar miðast við 70% hleðslugetu drifrafhlöðunnar. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð þvi að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda. Með reglulegri þjónustu og viðtækri verksmiðjuábyrgð nýrra Opel bíla frá Brimborg tryggir þú þér meira öryggi, lægri rekstrarkostnað, hærra endursöluvirði og hraðari endursölu.

 

Skilmálar

Til að viðhalda ábyrgðinni þarf að viðhalda bifreiðinni samkvæmt ferli framleiðanda eins og kemur fram í þjónustuyfirliti frá framleiðanda / þjónustubók / eigandahandbók sem þú færð með bílnum. Einnig geta upplýsingarnar verið gefnar upp á stafrænan hátt í appi eða í mælaborði bifreiðarinnar og er mikilvægt að fylgja þjónustunni.  Við afhendingu nýrra bifreiðar fer söluráðgjafi yfir þjónustuyfirlit bifreiðarinnar. Til viðbótar við almenna skilmála gefur Brimborg út viðaukaábyrgð sem söluráðgjafi fer einnig yfir við afhendingu. Kaupandi ber kostnað af reglulegu þjónustueftirliti.

 

Athygli er vakinn á því að 7 ára ábyrgð Opel er skv. sérstökum skilmálum sem tóku gildi 1.1.2025 og á við um nýja bíla sem eru nýskráðir eftir þann tíma. Frá 1.3.2022 var ábyrgð á Opel bifreiðum 7 ár eða að 140.000 km. Brimborg sinnir ábyrgðarviðgerðum fyrir allar Opel bifreiðar sem samþykktar hafa verið til sölu á sölusvæði í Evrópu. Mismunandi er hvort Opel bílar innfluttir af öðrum en Brimborg eru með tveggja eða allt að fimm ára ábyrgð. Nánari upplýsingar fást hjá þjónustudeild Opel hjá Brimborg.

 

Hvert sný ég mér varðandi ábyrgðarviðgerð?

Þú ferð með Opel bílinn þinn ásamt eiganda- og þjónustuhandbók á Opel verkstæði Brimborgar eða til viðurkennds þjónustuaðila Opel utan Reykjavíkur. Allir viðurkenndir þjónustuaðilar Opel geta annast viðgerðir sem falla undir ábyrgð.

 

Panta tíma í ábyrgðarviðgerð á verkstæði Opel

Þú getur pantað tíma á verkstæði Opel hér á vefnum. Þegar þú hefur bókað tíma þá færð þú mjög fljótlega staðfestingu í sms með nánari leiðbeiningum. Síðan munum við minna þig á tímann fjórum dögum áður en þú átt að mæta og aftur minnum við á daginn áður. Þú finnur lausan tíma, bókar tíma eða afbókar hjá verkstæði Opel hér:

Vélaland þjónustar einnig Opel bíla á höfuðborgarsvæðinu. Þú getur pantað tíma í Vélalandi hér: