Fara Beint Í Efni
Yfirsýn

Combo-e Life

Veldu þýsk gæði í 100% rafbíl

· ALLT AÐ 282 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI

· 80% HLEÐSLA Á UM ÞAÐ BIL 30 MÍNÚTUM Í HRAÐHLEÐSLU

· ALLT AÐ 1050 LÍTRA FARANGURSRÝMI

· 750 KG DRÁTTARGETA

· ÞRJÚ STÖK FELLANLEG AFTURSÆTI MEÐ ISOFIX

 

Einfaldaðu rafbílakaupin og láttu okkur sjá um allt, græna fjármögnun og uppítöku á gamla bílnum, tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf við uppsetningu, hvort sem er við kaup eða langtímaleigu.

Tryggðu þér Opel e-Life 100% rafbíl

Allt að 282 km drægni

Opel Combo-e Life er 100% hreinn rafbíll með 50 kWh drifrafhlöðu og er drægni bílsins allt að 282 km. Opel Combo-e Life er fáanlegur með eins fasa 7,4 kW eða þriggja fasa 11 kW innbyggðri hleðslustýringu. Ýmsir möguleikar eru í heimahleðslustöðvum. Fáðu nánari upplýsingar hjá söluráðgjafa Opel. 

 

 
Hraðhleðsla - 80% drægni á um það bil 30 mínútum
Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Opel Combo-e Life heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða drifrafhlöðuna á 5 – 7,5 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð og næstum tóma drifrafhlöðuna má hlaða á um það bil 30 mínútum í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð. Hleðsluhraði getur þó verið breytilegur eftir aðstæðum og geta t.d. hitastig og hleðslustaða á rafhlöðu haft áhrif. 
Rúmgóður og notendavænn
Opel Combo-e Life er rúmgóður bíll með allt að 750 kg dráttargetu og allt að 1050 lítra farangursrými og býður því upp á sveigjanleika sem hentar mörgum eins og t.d. tónlistarfólki, hundaeigendum og fjölskyldum eða fyrirtækjum sem þurfa pláss því auðveldlega er hægt að fella öll aftursætin og farþegasætið niður til að flytja farm. Bílarnir fást í tveimur lengdum L1 og L2. 
Snjallmiðstöð og fjarstýrð forhitun
Opel Combo-e Life rafbíllinn er fáanlegur með snjallmiðstöð með tímastillingu á forhitun á innra rými sem tryggir ávallt heitan bíl. Hægt er að tímastilla forhitun alla vikudaga fyrirfram, einfalt og þægilegt. Aldrei að skafa aftur! Þessi búnaður eykur lífsgæði á köldum vetrarmorgnum á Íslandi. 
 7 ára ábyrgð á bíl og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu
Allir Opel bílar eru í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðenda. Veldu öryggi í bílaviðskiptum með víðtækri ábyrgð hjá Brimborg. 
Fjölskylduvænn og sveigjanlegur
Þrjú stök fellanleg aftursæti með Isofix festingum gefa eftirsóknarverðan sveigjanleika. Nægt pláss er fyrir marga barnabílstóla og auðvelt er að spenna börn í bílstóla þar sem sætishæðin er góð og rennihurðir á báðum hliðum gera það að verkum að ekki þarf að hafa áhyggjur að því að reka hurð í næsta bíl.  

Tegundir

Edition

Staðalbúnaður í Edition útgáfunni

  • Margmiðlunarskjár, útvarp DAB, 6 hátalarar, USB tengi og Bluetooth tengibúnaður
  • Þrjú stök aftursæti með Isofix festingum
  • Rennihurðar á báðum hliðum
  • Öryggispúðar 6 stk – að framan, í hliðum sæta og öryggispúðagardínur
  • ESP skrikvörn, ASR spólvörn og brekkuaðstoð
  • Ökumannssæti (Comfort) með hæðarstillingu
  • Borð á sætisbökum framsæta (“flugvélaborð”)
  • Rafdrifnir og upphitaðir útispeglar
  • Ökumannsvaki – vöktun með myndavél (Driver Attention Alert)
  • Háuljósaaðstoð (High Beam Assist)
  • Hraðastillir (Cruise Control) með hraðatakmarkara (Limiter)
  • Snjallöryggishemlun (Active Emergency Breaking)
  • Veglínustýring (Lane Keep Assist)

 

Fáanlegur í tveimur lengdum L1 og L2

Elegance

Elegance Staðalbúnaður til viðbótar við Edition

  • Álfelgur 16“ 205/60 R16
  • Rafdrifnar rúður að aftan
  • Raffellanlegir útispeglar, svartmálaðir
  • Rafdrifin barnalæsing á afturhurðar
  • Bakkmyndavél – Visiopark 180°
  • Elegance áklæði á sætum
  • Stafrænt 10“ mælaborð 
  • Tölvustýrð miðstöð
  • 8” margmiðlunarskjár í mælaborði
  • Langbogar á þaki
  • Skyggðar rúður að aftan
  • Snjallmiðstöð með tímastillingu og forhitun. 
     

Fáanlegur í tveimur lengdum L1 og L2